vEDSis sjúklingasamtök
[email protected]
vEDSis eru sjúklingasamtök fólks með vEDS heilkenni stofnað 17. október 2018. Félagið er í forsvari fyrir vEDS einstaklinga og aðstandendur þeirra.
Tilgangur vEDSis er að stuðla að almennri umræðu um vEDS heilkennið og áhrif þess á einstaklinga og samfélag. Að efla meðferð, endurhæfingu og forvarnir fyrir einstaklinga með vEDS, t.d. með fræðslu, þjálfun og þátttöku í rannsóknum. Að gæta hagsmuna vEDS-fólks í hvívetna. Markmið félagsins er að auka fræðslu- og ráðgjafarstarfsemi fyrir fólk með vEDS heilkennið, aðstandendur þeirra og aðra þá sem áhuga hafa á vEDS-málefnum og úrræðum þeim tengdum. Til þess að gerast meðlimur í sjúklingasamtökunum: Vinsamlegast sendu okkur línu með upplýsingum með fullu nafni og kennitölu á netfangið [email protected]. |
Samþykktir fyrir vEDSis
1.gr.
Félagið heitir vEDSis.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að ná til þeirra sem eru greindir með Ehlers-Danlos syndrome týpu IV eða vEDS,
telja sig vera með vEDS, aðstandendur þeirra og heilbriðgðisstarfsfólks.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að halda úti heimasíðu um vEDS, halda kynningarfundi og sækja
ráðstefnur er varða efnið.
4. gr.
Félagsaðild. Allir sem áhuga hafa geta sótt um að ganga í félagið.
5. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.
Félagsmenn og styrktaraðilar mega vera þátttakendur á aðalfundi. Einungis félagsmenn hafa
kosningarétt.
6. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna
fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti
mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar
7. Önnur mál
7.gr.
Formann og gjaldkera skal kjósa á sitthvoru árinu til tveggja ára í senn, formaður á sléttum tölum og
gjaldkeri á odda tölum. Einn meðstjórnandi skal kosinn með formanni og einn með gjaldkera.
Bráðabirgðaákvæði: Gjaldkeri ásamt einum meðstjórnanda verður kosinn til eins árs árið 2020.
Gjaldkeri getur boðið sig fram til tveggja ára til viðbótar en getur einungis starfað í fjögur ár samfellt.
Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður
boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
8.gr.
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega. Auk þess mun
félagið leitast eftir að afla aukins fjármagns með styrkveitingum.
9. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til áframhaldandi reksturs félagsins næsta ár.
10. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir
þess til Öryrkjabandalagsins.
Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi félagsins.
Dagsetning: 5. febrúar. 2020
1.gr.
Félagið heitir vEDSis.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að ná til þeirra sem eru greindir með Ehlers-Danlos syndrome týpu IV eða vEDS,
telja sig vera með vEDS, aðstandendur þeirra og heilbriðgðisstarfsfólks.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að halda úti heimasíðu um vEDS, halda kynningarfundi og sækja
ráðstefnur er varða efnið.
4. gr.
Félagsaðild. Allir sem áhuga hafa geta sótt um að ganga í félagið.
5. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.
Félagsmenn og styrktaraðilar mega vera þátttakendur á aðalfundi. Einungis félagsmenn hafa
kosningarétt.
6. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna
fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti
mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar
7. Önnur mál
7.gr.
Formann og gjaldkera skal kjósa á sitthvoru árinu til tveggja ára í senn, formaður á sléttum tölum og
gjaldkeri á odda tölum. Einn meðstjórnandi skal kosinn með formanni og einn með gjaldkera.
Bráðabirgðaákvæði: Gjaldkeri ásamt einum meðstjórnanda verður kosinn til eins árs árið 2020.
Gjaldkeri getur boðið sig fram til tveggja ára til viðbótar en getur einungis starfað í fjögur ár samfellt.
Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður
boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
8.gr.
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega. Auk þess mun
félagið leitast eftir að afla aukins fjármagns með styrkveitingum.
9. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til áframhaldandi reksturs félagsins næsta ár.
10. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir
þess til Öryrkjabandalagsins.
Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi félagsins.
Dagsetning: 5. febrúar. 2020