vEDS er erfðasjúkdómur/heilkenni og í flestum tilfellum er hægt að staðfesta klíníska greiningu með erfðarannsókn.
Ef þig grunar að þú gætir hugsanlega verið með vEDS þarf að panta tíma hjá erfðalækni á erfðarannsóknadeild Landspítalans til að óska eftir greiningu. Niðurstöður fást ca. 6-8 vikum eftir að sýnin eru tekin.
Hvað er erfðarannsókn?
Erfðaráðgjöf og erfðarannsóknir
Landspítali v/Hringbraut
101 Reykjavík
Sími erfðaráðgjafar: 543 5070
www.landspitali.is
Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk til þess að hafa í veski
Hafir þú fengið staðfesta vEDS greiningu er hægt að nálgast kort hjá samtökunum eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Kortið passar vel í kortaveski og inniheldur upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk.
Á kortinu kemur fram að viðkomandi aðili sé með vEDS heilkennið og helstu áhættuatriði sem upp kunni að koma í bráðatilfellum.
Kortið vísar á íslenskt símanúmer og gefur upplýsingar um það hvaða sérfræðing á Landspítalanum ber að kalla út ef um slíkt er að ræða.
Þar sem lang flest starfsfólk í heilbrigðisgeiranum talar og les ensku, var ákveðið að hafa það á ensku. Með því nýtist það einnig á ferðalögum erlendis.
Á kortinu kemur fram að viðkomandi aðili sé með vEDS heilkennið og helstu áhættuatriði sem upp kunni að koma í bráðatilfellum.
Kortið vísar á íslenskt símanúmer og gefur upplýsingar um það hvaða sérfræðing á Landspítalanum ber að kalla út ef um slíkt er að ræða.
Þar sem lang flest starfsfólk í heilbrigðisgeiranum talar og les ensku, var ákveðið að hafa það á ensku. Með því nýtist það einnig á ferðalögum erlendis.